Um húsið

Verslunarmiðstöðin Hyrnutorg var byggð árið 2000.

Arkitekt hússins var Nýja Teiknistofan, Sigurður Einarsson.

Að byggingunni stóð Kaupfélag Borgfirðinga svf. Stofnað var sérstakt fasteignafélag um bygginguna sem hlaut nafnið Borgarland ehf.

Hluthafar í Borgarlandi ehf í upphafi voru Kaupfélag Borgfirðinga, Olíufélagið hf og Samvinnulífeyrissjóðurinn.

Megintilgagur með framkvæmdinni var að byggja yfir verslun Kaupfélagsins sem var í gömlu og óhentugu húsnæði við Egilsgötu, langt frá helstu umferðaræð bæjarins.

Auk verslunar Kaupfélagsins voru í húsinu í upphafi Borgarnes apótek, Blómabúð Halldóru, umboð VIS, Vínbúð ÁTVR, Rakarastofa Hauks, Skóbúð og afgreiðsla Sparisjóðs Mýrasýslu.

Eigendur húsins í dag eru Borgarland ehf, sem nú er í eigu Kaupfélags Borgfirðinga. Borgarland ehf leigir allan sinn eingarhlut í húsinu. Hársnyrtistofan Sóla sem er með starfsemi í húsinu, Lyfja sem líka er með starfsemi í húsinu og VIS sem leigir sinn eignarhlut.

Rekstrarfélag eigenda og leigjenda kt. 570401-2620, Egilsholti 1, 310 Borgarnes er húsfélag um rekstur Hyrnutorgs.

Kaupfélag Borgfirðinga svf sér um daglegan rekstur og fjármál húsfélagsins sem óbeinn aðaleigandi þess í gegnum Borgarland ehf.

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Margrét Katrín Guðnadóttir kaupfélagsstjóra KB. Sími 430-5500 og tölvupóstfang er margret@kb.is